Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.

Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði.