„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. október 2018 15:38 Fullveldi og þjóðernishyggja verða tekin til skoðunar á listahátíðinni Cycle í ár. Aðsend mynd Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar hún „á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Samhliða sýning verður haldin í Gerðarsafni í Kópavogi sem stendur yfir til 6. janúar á næsta ári. Fjölmargir tónleikar, gjörningar og aðrir viðburðir munu á sama tíma fara fram í Salnum, Mengi og IÐNÓ. Hátíðin teygir einnig anga sína til almenningsrýma á höfuðborgarsvæðinu.Dagskrána í heild sinni má sjá hér.Julius Von Bismarck var umtalaður á Íslandi sumarið 2013.Getty/VenturelliMeðal þeirra sem taka þátt eru listamennirnir Julius von Bismarck og Julian Charriere, en Julius sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir skemmdarverk á íslenskri náttúru, var úthrópaður „náttúruníðingur“ og lögsóttur af íslenska ríkinu. En Julius neitaði sök í málinu.Listaverk þeirra verða sýnd á samsýningunni í Gerðarsafni ásamt hatursfullum bréfaskrifum Íslendinga sem listamennirnir fengu send í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar. Einnig mun Anna Rún Tryggvadóttir vera með útilistaverk á Þingvöllum sem nefnist Hringvellir og Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpar útiskúlptúrinn Hafpulsan við Reykjavíkurtjörn. Um er að ræða skírskotun Litlu Hafmeyjuna í Kaupmannahöfn sem „í verki Steinunnar hefur breyst í danska pulsu.“ Á tónleikum á föstudagskvöldið munu koma fram grænlenski plötusnúðurinn Uyaraqk, samíski rapparinn Elle-Maaret Valle, hin dansk-karabíska Jeannette Ehlers, danski fjöllistamaðurinn Adam Christensen ásamt hinni íslensku Countess Malaise og DJ Sakana. Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar hún „á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Samhliða sýning verður haldin í Gerðarsafni í Kópavogi sem stendur yfir til 6. janúar á næsta ári. Fjölmargir tónleikar, gjörningar og aðrir viðburðir munu á sama tíma fara fram í Salnum, Mengi og IÐNÓ. Hátíðin teygir einnig anga sína til almenningsrýma á höfuðborgarsvæðinu.Dagskrána í heild sinni má sjá hér.Julius Von Bismarck var umtalaður á Íslandi sumarið 2013.Getty/VenturelliMeðal þeirra sem taka þátt eru listamennirnir Julius von Bismarck og Julian Charriere, en Julius sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir skemmdarverk á íslenskri náttúru, var úthrópaður „náttúruníðingur“ og lögsóttur af íslenska ríkinu. En Julius neitaði sök í málinu.Listaverk þeirra verða sýnd á samsýningunni í Gerðarsafni ásamt hatursfullum bréfaskrifum Íslendinga sem listamennirnir fengu send í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar. Einnig mun Anna Rún Tryggvadóttir vera með útilistaverk á Þingvöllum sem nefnist Hringvellir og Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpar útiskúlptúrinn Hafpulsan við Reykjavíkurtjörn. Um er að ræða skírskotun Litlu Hafmeyjuna í Kaupmannahöfn sem „í verki Steinunnar hefur breyst í danska pulsu.“ Á tónleikum á föstudagskvöldið munu koma fram grænlenski plötusnúðurinn Uyaraqk, samíski rapparinn Elle-Maaret Valle, hin dansk-karabíska Jeannette Ehlers, danski fjöllistamaðurinn Adam Christensen ásamt hinni íslensku Countess Malaise og DJ Sakana.
Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30