Ólafía færist fjær LPGA mótaröðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. október 2018 16:58 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira