KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann eins marks sigur á Íslandsmeisturum Fram, 24-23, eftir hádramatískar lokasekúndur norðan heiða.
KA/Þór leiddi í háfleik 13-11 eftir afar kaflaskiptan fyrri hálfleik en eftir mjög dramatískar lokamínútur hafði KA/Þór, 24-23. Sigurmarkið skoraði Anna Þyrí Halldórsdóttir átta sekúndum fyrir leikslok.
Martha Hermannsdóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór og hetjan Anna Þyrí skoraði fimm mörk úr fimm skotum auk þess að fiska fjögur víti.
Markahæst Framarar var Ragnheiður Júlíusdóttir með sjö mörk en næst kom Þórey Rósa Stefánsdóttir með sex.
KA/Þór er með átta stig í þriðja sæti deildarinnar, tímabundið að minnsta kosti en Fram er á toppi deildarinnar með tíu stig. Þær gætu þó misst toppsætið til Vals síðar í kvöld.
Dramatík er KA/Þór skellti Íslandsmeisturunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn


Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn