Guðrún Brá í toppsætinu á LET-móti í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 14:09 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, er að gera góða hluti á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Mótið fer fram í Barcelona á Spáni hjá Real Club de Golf El Prat. Guðrún Brá hefur leikið tvo fyrstu hringina á tveimur höggum undir pari og deilir eins og staðan er núna efsta sætinu með tveimur öðrum kylfingum eða þeim Emmu Nilsson og Anais Meyssonnier. Guðrún Brá lék annan hringinn á pari en var á tveimur höggum undir pari í gær. Guðrún Brá fékk fjóra fugla og fjóra skolla í dag. Alls hefur Guðrún Brá leikið á 11 mótum á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra og er hún í 71. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Guðrún Brá mun leika á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó 16.-20. desember. Hún komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins sem lauk um s.l. helgi í Marokkó. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, er að gera góða hluti á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Mótið fer fram í Barcelona á Spáni hjá Real Club de Golf El Prat. Guðrún Brá hefur leikið tvo fyrstu hringina á tveimur höggum undir pari og deilir eins og staðan er núna efsta sætinu með tveimur öðrum kylfingum eða þeim Emmu Nilsson og Anais Meyssonnier. Guðrún Brá lék annan hringinn á pari en var á tveimur höggum undir pari í gær. Guðrún Brá fékk fjóra fugla og fjóra skolla í dag. Alls hefur Guðrún Brá leikið á 11 mótum á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra og er hún í 71. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Guðrún Brá mun leika á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó 16.-20. desember. Hún komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins sem lauk um s.l. helgi í Marokkó.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira