Seinni bylgjan: ÍBV á meira inni og besti leikmaðurinn sem gleymdist Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 14:30 Íris Björk Símonardóttir er búin að vera alveg mögnuð. vísir/bára ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30