Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 11:30 Þorgerður Anna Atladóttir og Ásgeir Jónsson voru sérfræðingar í uppgjörsþætti fyrstu sjö umferðar Olís-deildar kvenna. vísir Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30