Viðskipti innlent

Ferðamönnum í október fjölgaði um tíu prósent

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðamenn voru átján þúsund fleiri í október í ár en í fyrra.
Ferðamenn voru átján þúsund fleiri í október í ár en í fyrra. Vísir/Hanna
Alls fóru tæp 200 þúsund erlendra ferðamanna um Leifsstöð í október samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia. Til samanburðar voru erlendir ferðamenn 182 þúsund í október í fyrra og er fjölgunin milli ára því 9,7%.

Frá áramótum hafa 2.028 þúsund erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð í samanburði við 1.915 á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs. Fjölgunin milli ára er því 5,9% að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Þjóðhagsspá Landsbankans gerir ráð fyrir um 6 prósenta fjölgun milli ára fyrir árið í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×