Hreiðari Má ekki gerð refsing í síðasta hrunmálinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 11:30 Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarin ár. Hér er hann við upphaf aðalmeðferðar í október. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán upp á 575 milljónir án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már var sakfelldur af þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikum. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð af sínum hluta málsins og skal allur málskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Hreiðar og Guðný voru hvorugt viðstödd dómsuppsöguna. Hreiðar Már var sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Sagði allt hafa farið í ríkissjóð Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Enn eru nokkur mál til meðferðar í kerfinu. Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán upp á 575 milljónir án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már var sakfelldur af þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikum. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð af sínum hluta málsins og skal allur málskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Hreiðar og Guðný voru hvorugt viðstödd dómsuppsöguna. Hreiðar Már var sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Sagði allt hafa farið í ríkissjóð Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Enn eru nokkur mál til meðferðar í kerfinu.
Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39