Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 14:00 vísir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30