Tiger Woods sagði nei takk við 400 milljóna tilboði frá Sádum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 09:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira