Fish Partner stofna fluguveiðiakademíu Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2018 09:08 Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna en Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.Af námskeiðum á dagskránni má nefna flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi, fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur, ljósmyndanámskeið með Matt Harris, námskeið í stangarsmíðum, þurrfluguhnýtingar, að setja í þann stóra með Nils Folmer, opið hús til æfinga í fluguköstum.Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/akademia/ Allar fyrirspurnir um starfsemi Akademíunnar má senda á info@fishpartner.com. Þeir sem eru áhugasamir um að halda námskeið og fyrirlestra eru einnig hvattir til að senda þeim línu. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði
Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna en Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.Af námskeiðum á dagskránni má nefna flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi, fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur, ljósmyndanámskeið með Matt Harris, námskeið í stangarsmíðum, þurrfluguhnýtingar, að setja í þann stóra með Nils Folmer, opið hús til æfinga í fluguköstum.Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/akademia/ Allar fyrirspurnir um starfsemi Akademíunnar má senda á info@fishpartner.com. Þeir sem eru áhugasamir um að halda námskeið og fyrirlestra eru einnig hvattir til að senda þeim línu.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði