Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Vera Einarsdóttir skrifar 15. desember 2018 18:00 Telma hefur bakað stóra Jóla-Söru í mörg ár. Hún hefur haft hana sykurlausa frá 2013 og enginn í fjölskyldunni kvartað. Telma Matthíasdóttir, þjálfari og eigandi fitubrennsla.is, fór að hafa gaman af eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn fyrir allmörgum árum. Hún er mikill sælkeri og útbýr alls kyns næringarríkt sætmeti án sykurs. Telma gerir mikið af hrákökum og bakar alfarið án viðbætts sykurs. Á það jafnt við á jólum sem á öðrum árstímum. Hún er mikill sælkeri en finnur mikinn mun á sér eftir að hún fór að sniðganga sykur og minnka hveiti. „Ég reyni þess utan að troða inn einhverri næringu alls staðar þar sem ég kem henni fyrir og nota til að mynda sætar kartöflur, kúrbít og svartar baunir í súkkulaðikökur og lárperu, banana og eplamauk í brauð og búðinga. Þá nota ég mikið af döðlum, hnetum, fræjum og kókosolíu svo dæmi séu nefnd.“ Telma segist einstaka sinnum nota spelt. „Ég nota það hins vegar aldrei í fullu magni heldur vinn það upp með haframjöli sem ég þeyti í hveiti, möndlumjöli, kókoshveiti og próteindufti. Í stað sykurs nota ég svo Sukrin gold sem er púðursykur, Melis sem er flórsykur og svo Sukrin Sukker sem er eins og hvítur sykur. Eins nota ég strásætuna erýtrítol eða Sweeet like sugar, sykurlaust síróp, döðlusíróp og hunang.“ Frá því að Telma og Bjarni Vestmar Björnsson, sambýlismaður hennar, byrjuðu að halda jólin saman hefur Telma alltaf gert stóra jóla-Söru sem hefur vakið stormandi lukku. „Frá því 2013 hefur hún verið sykurlaus og enginn kvartað,“ segir Telma. Aðspurð segist Telma mikið jólabarn. Hún er alin upp við hinar ýmsu hefðir sem sumar hafa fylgt henni út í lífið en aðrar tekið breytingum. „Við systurnar skreyttum alltaf jólatréð á Þorláksmessu en í dag skreytum við fjölskyldan það yfirleitt í kringum tíunda desember. Við rúntum alltaf með gjafir til nánustu ættingja fyrir hádegi á aðfangadag og borðum svo ristað brauð með laxi og rúgbrauð með síld í hádeginu. Við dundum okkur svo í eldhúsinu það sem eftir lifir dags, skreytum borðið, hrærum í pottum og hlustum á jólalögin með Pálma Gunnarssyni.“ Telma segist hafa fengið áhuga á eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn. Telma ólst upp við að fara í messu eða að hlusta á útvarpsmessuna í stofunni. „Pabbi sat með sálmabókina í hendi og við systur sungum hástöfum með á meðan mamma lagði lokahönd á steikina. Ég hef nokkrum sinnum farið með dóttur mína í messu en í seinni tíð hlustum við á hana heima.“ Telma segir ekki jól í sínum huga án möndlugrautar með karamellusósu. „Mamma gerir auðvitað bestu karamellusósu í heimi og ég hef aldrei náð að leika hana eftir en rígheld samt sem áður í hefðina og bralla mína eigin karamellusósu með misjöfnum árangri.“ Telma segist hafa fengið áhuga á eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn. Hún segir gott fyrir þá sem vilja bæta heilsuna að vera með hollan valkost við höndina þegar sætindaþörfin gerir vart við sig. Hún hefur í nokkur ár gert sælkerahefti fyrir viðskiptavini sína með uppskriftum að sætmeti án viðbætts sykurs. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og víðar og breytir og bætir eftir sínu höfði eða prófar sig áfram sjálf. Dæmi um slíka uppskrift eru mandarínumöndlukökur sem fæddust eitt árið og Telma ákvað að senda inn í jólakökukeppni. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir appelsínusúkkulaði og appelsínukökur. Það eru greinilega fleiri sama sinnis og kökurnar höfnuðu í öðru sæti og hafa verið bakaðar í miklu magni síðan, enda fljótar að fara.“ Telma hefur alltaf verið hrifin af appelsínusúkkulaði. Mandarínu-möndlukökurnar hennar eru verðlaunakökur. Mandarínu Möndlukökur 60 g kókosolía, mjúk við stofuhita 60 g Sukrin eða erýtrítol 1 egg 10 dropar karamellustevía Hræra vel saman í hrærivél. Bæta varlega við eftirfarandi: 40 g möndlumjöl 40 g haframjölshveiti (haframjöl sett í matvinnsluvél og gert að hveiti) Rifinn börkur af einni mandarínu 2 msk. mandarínusafi 35 g heslihnetukurl, gott að rista á pönnu 35 g möndluflögur, kurlaðar niður 50 g saxað appelsínusúkkulaði, Green & Black’s eða sykurlaust Diablo Rúllið í 16-20 kúlur og setjið smurða plötu. Þrýstið létt niður með gaffli. Bakið við 180°C í 8 mín. Kælið vel og skreytið svo með bræddu appelsínusúkkulaði. Jóla-Sara Tveir botnar:6 eggjahvítur300 g Sukrin Melis1 tsk. vínsteinsduft (cream of tartar)400 g möndluflögur Þeytið eggjahvíturnar þar til loftkenndar. Blandið Melis og vínsteinsdufti saman. Notið teskeið og setjið eina í einu stöðugt saman við eggjahvíturnar og þeytið vel. Slökkvið á hrærivélinni og bætið möndluflögunum við með sleif. Setjið deigið í tvö form, 25 cm í þvermál. Best að nota bökunarpappír og smá pam-sprey. Bakið í miðjum ofni í 1 klst. við 140°C. Látið kólna alveg áður en tekið er úr forminu.Kremið á einn botn250 g ósaltað smjör við stofuhita100 g Sukrin Melis2-3 msk. kakó Blandið öllu vel saman. Þeytið eggjarauðurnar sex vel og blandið saman við. Smyrjið kreminu á einn botn og á hliðarnar.Hjúpur200 g 70% súkkulaði, saxað¾ bolli rjómi2 msk. fiber-síróp, sykurlaust frá Funksjonell Hitið rjóma og síróp að suðu. Hellið yfir saxaða súkkulaðið og kælið. Hjúpið kökuna og þrýstið heslihnetukurli á kantana. Hægt er að fylgjast með Thelmu á Snapchat og Instagram undir heitinu fitubrennsla. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Sörur Uppskriftir Tengdar fréttir Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna. 11. desember 2018 16:45 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Æðisleg jólaterta með rjómaostakremi Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Skrúfum fyrir kranann Jól
Telma Matthíasdóttir, þjálfari og eigandi fitubrennsla.is, fór að hafa gaman af eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn fyrir allmörgum árum. Hún er mikill sælkeri og útbýr alls kyns næringarríkt sætmeti án sykurs. Telma gerir mikið af hrákökum og bakar alfarið án viðbætts sykurs. Á það jafnt við á jólum sem á öðrum árstímum. Hún er mikill sælkeri en finnur mikinn mun á sér eftir að hún fór að sniðganga sykur og minnka hveiti. „Ég reyni þess utan að troða inn einhverri næringu alls staðar þar sem ég kem henni fyrir og nota til að mynda sætar kartöflur, kúrbít og svartar baunir í súkkulaðikökur og lárperu, banana og eplamauk í brauð og búðinga. Þá nota ég mikið af döðlum, hnetum, fræjum og kókosolíu svo dæmi séu nefnd.“ Telma segist einstaka sinnum nota spelt. „Ég nota það hins vegar aldrei í fullu magni heldur vinn það upp með haframjöli sem ég þeyti í hveiti, möndlumjöli, kókoshveiti og próteindufti. Í stað sykurs nota ég svo Sukrin gold sem er púðursykur, Melis sem er flórsykur og svo Sukrin Sukker sem er eins og hvítur sykur. Eins nota ég strásætuna erýtrítol eða Sweeet like sugar, sykurlaust síróp, döðlusíróp og hunang.“ Frá því að Telma og Bjarni Vestmar Björnsson, sambýlismaður hennar, byrjuðu að halda jólin saman hefur Telma alltaf gert stóra jóla-Söru sem hefur vakið stormandi lukku. „Frá því 2013 hefur hún verið sykurlaus og enginn kvartað,“ segir Telma. Aðspurð segist Telma mikið jólabarn. Hún er alin upp við hinar ýmsu hefðir sem sumar hafa fylgt henni út í lífið en aðrar tekið breytingum. „Við systurnar skreyttum alltaf jólatréð á Þorláksmessu en í dag skreytum við fjölskyldan það yfirleitt í kringum tíunda desember. Við rúntum alltaf með gjafir til nánustu ættingja fyrir hádegi á aðfangadag og borðum svo ristað brauð með laxi og rúgbrauð með síld í hádeginu. Við dundum okkur svo í eldhúsinu það sem eftir lifir dags, skreytum borðið, hrærum í pottum og hlustum á jólalögin með Pálma Gunnarssyni.“ Telma segist hafa fengið áhuga á eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn. Telma ólst upp við að fara í messu eða að hlusta á útvarpsmessuna í stofunni. „Pabbi sat með sálmabókina í hendi og við systur sungum hástöfum með á meðan mamma lagði lokahönd á steikina. Ég hef nokkrum sinnum farið með dóttur mína í messu en í seinni tíð hlustum við á hana heima.“ Telma segir ekki jól í sínum huga án möndlugrautar með karamellusósu. „Mamma gerir auðvitað bestu karamellusósu í heimi og ég hef aldrei náð að leika hana eftir en rígheld samt sem áður í hefðina og bralla mína eigin karamellusósu með misjöfnum árangri.“ Telma segist hafa fengið áhuga á eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn. Hún segir gott fyrir þá sem vilja bæta heilsuna að vera með hollan valkost við höndina þegar sætindaþörfin gerir vart við sig. Hún hefur í nokkur ár gert sælkerahefti fyrir viðskiptavini sína með uppskriftum að sætmeti án viðbætts sykurs. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og víðar og breytir og bætir eftir sínu höfði eða prófar sig áfram sjálf. Dæmi um slíka uppskrift eru mandarínumöndlukökur sem fæddust eitt árið og Telma ákvað að senda inn í jólakökukeppni. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir appelsínusúkkulaði og appelsínukökur. Það eru greinilega fleiri sama sinnis og kökurnar höfnuðu í öðru sæti og hafa verið bakaðar í miklu magni síðan, enda fljótar að fara.“ Telma hefur alltaf verið hrifin af appelsínusúkkulaði. Mandarínu-möndlukökurnar hennar eru verðlaunakökur. Mandarínu Möndlukökur 60 g kókosolía, mjúk við stofuhita 60 g Sukrin eða erýtrítol 1 egg 10 dropar karamellustevía Hræra vel saman í hrærivél. Bæta varlega við eftirfarandi: 40 g möndlumjöl 40 g haframjölshveiti (haframjöl sett í matvinnsluvél og gert að hveiti) Rifinn börkur af einni mandarínu 2 msk. mandarínusafi 35 g heslihnetukurl, gott að rista á pönnu 35 g möndluflögur, kurlaðar niður 50 g saxað appelsínusúkkulaði, Green & Black’s eða sykurlaust Diablo Rúllið í 16-20 kúlur og setjið smurða plötu. Þrýstið létt niður með gaffli. Bakið við 180°C í 8 mín. Kælið vel og skreytið svo með bræddu appelsínusúkkulaði. Jóla-Sara Tveir botnar:6 eggjahvítur300 g Sukrin Melis1 tsk. vínsteinsduft (cream of tartar)400 g möndluflögur Þeytið eggjahvíturnar þar til loftkenndar. Blandið Melis og vínsteinsdufti saman. Notið teskeið og setjið eina í einu stöðugt saman við eggjahvíturnar og þeytið vel. Slökkvið á hrærivélinni og bætið möndluflögunum við með sleif. Setjið deigið í tvö form, 25 cm í þvermál. Best að nota bökunarpappír og smá pam-sprey. Bakið í miðjum ofni í 1 klst. við 140°C. Látið kólna alveg áður en tekið er úr forminu.Kremið á einn botn250 g ósaltað smjör við stofuhita100 g Sukrin Melis2-3 msk. kakó Blandið öllu vel saman. Þeytið eggjarauðurnar sex vel og blandið saman við. Smyrjið kreminu á einn botn og á hliðarnar.Hjúpur200 g 70% súkkulaði, saxað¾ bolli rjómi2 msk. fiber-síróp, sykurlaust frá Funksjonell Hitið rjóma og síróp að suðu. Hellið yfir saxaða súkkulaðið og kælið. Hjúpið kökuna og þrýstið heslihnetukurli á kantana. Hægt er að fylgjast með Thelmu á Snapchat og Instagram undir heitinu fitubrennsla.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Sörur Uppskriftir Tengdar fréttir Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna. 11. desember 2018 16:45 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Æðisleg jólaterta með rjómaostakremi Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Skrúfum fyrir kranann Jól
Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna. 11. desember 2018 16:45