Fram og Stjarnan skildu jöfn eftir hörkuleik í Olís-deild kvenna þar sem jöfnunarmarkið var skorað af vítalínunni á síðustu sekúndu leiksins.
Til að byrja með virtist allt stefna í þægilegan heimasigur Íslandsmeistaranna og leiddu þær með fimm mörkum í leikhléi, 16-11. Í upphafi síðari hálfleiks héldu Framkonur áfram að auka við forystuna en á síðustu 13 mínútunum kviknaði heldur betur á gestunum.
Fram skoraði aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútunum og Stjörnunni tókst að koma til baka og jafna leikinn. Lokatölur 24-24 eftir að Hanna G. Stefánsdóttir skoraði síðasta mark leiksins af vítalínunni.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði heimakvenna með sjö mörk en Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði einnig sjö mörk fyrir gestina.
