Englendingurinn Danny Willett bar sigur úr býtum á DP World Tour meistaramótinu en mótið var haldið í Dubai. Þetta var síðasta mót tímabilsins á Evrópumótaröðinni í golfi.
Willett lék á fjórum höggum undir pari á lokahringnum í dag og dugði það til sigurs en hann lék samtals á 18 höggum undir pari.
Næstir á eftir Willett voru þeir Matt Wallace og Patrick Reed, en þeir léku á 16 höggum undir pari.
Þetta var fyrsti sigur Willett síðan hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu árið 2016 en það er eitt af risamótunum í golfi.

