Charles Howell III er enn með forystu á RSM Classic mótinu en það er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.
Howell lék á tveimur höggum undir pari á þriðja hring og er hann á samtals 16 höggum undir pari.
Howell hefur leitt mótið alla hringina en næstu menn nálgast hann óðum en Howell leiðir nú með einu höggi á næstu menn. Má því búast við æsispennandi lokahring.
Howell hefur verið lengi á PGA-mótaröðinni en síðasti sigur hans kom árið 2007 og hefur hann því þurft að bíða lengi eftir titli.
Howell III leiðir enn á RSM Classic mótinu
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



