ÍBV komst á toppinn í Olís-deild kvenna í dag eftir þriggja marka sigur á KA/Þór, 28-25.
Fyrir leik liðanna var ÍBV jafnar Val á toppi deildarinnar en Valur mætir Haukum í dag í toppbaráttu leik.
Eyjakonur höfðu yfirhöndina í leiknum í dag og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 13-11.
Svipað var upp á teningnum í þeim síðari og héldur ÍBV forystu sinni út leikinn, en lokatölur urðu 28-25.
Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk en Eyjakonur dreifðu markaskorinu vel á liðið. Sjö konur skoruðu þrjú mörk eða meira.
Í liði KA/Þórs átti Martha Vilhjálmsdóttir flottan leik en hún skoraði átta mörk.

