Aríur úr óperum Verdis tengdar með frásögnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis. Fréttablaðið/Stefán Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira