ÍBV hefur fengið til sín portúgalskan markvörð sem mun standa á milli stanganna í Eyjum í sumar.
Rafael Veloso er 25 ára gamall uppalinn hjá Sporting Lisbon. Hann kemur til Eyja frá Valdres í Noregi og er ætlað að fylla skarð Halldórs Páls Geirssonar sem rifti samningi sínum við ÍBV í haust.
Veloso á 33 leiki fyrir yngri landslið Portúgal.
Fótbolti.net greindi frá því í kvöld að leikmaðurinn sé í banni í Portúgal fyrir hagræðingu úrslita.
Samkvæmt frétt Fótbolta.net var hann handtekinn árið 2016 ásamt fjórtán öðrum og settur í bann af portúgalska knattspyrnusambandinu. Það varð til þess að hann yfirgaf Portúgal og samdi við Valdres.
ÍBV fær markmann sakaðan um hagræðingu úrslita
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti





Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

