Fylgir hugmyndafræði Slow Design Yarm kynnir 22. nóvember 2018 14:30 Erla Svava Sigurðardóttir hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína úr íslenksri ull. Anton Brink Yarmvörur Erlu Svövu Sigurðardóttur hafa vakið verðskuldaða athygli en Erla stofnaði Yarm fyrir rétt rúmu ári síðan. Á þessum stutta tíma hefur Erla Svava hlotið Skúlaverðlaunin 2017 sem eru nýsköpunarverðlaun, auk þess sem hún var valin Handverksmaður ársins 2018. Þá hlaut Yarm The Awards of Excellence 2018 frá markaðsstofunni Icelandic Lamb í dag en verðlaunin veitir stofan þeim samstarfsstaðilum sínum sem skara fram úr. Erla Svava handspinnur hnausþykkt garn úr sérvalinni íslenskri ull og prjónar úr garninu með handleggjunum. „Ég er svo heppin hvað viðskiptavinir mínir eru þolinmóðir. Ég vinn eftir hugmyndafræði Slow-design og Slow-fashion og allt ferlið er eins umhverfisvænt og mögulegt er. Íslenska ullin okkar er einstakt náttúrufyrirbrigði sem ber að sýna þá lágmarks virðingu að vinna hana ekki á umhverfis spillandi hátt eins og til dæmis með því að senda ullina til Kína til að láta spinna hana þar og senda svo til baka,“ segir Erla Svava. Hún stendur ein að framleiðslunni og hefur þróað allt framleiðsluferlið. „Það má segja að Yarm vörurnar séu í stanslausri þróun. Því hvert stykki kennir manni eitthvað nýtt og er ég stolt af því að hafa þróað þetta þykka garn alveg frá grunni. En garnið sem og vörurnar eru einstaklega endingargóðar af ullarvörum að vera. Ég stefni í náinni framtíð á að hefja framleiðslu og sölu á garninu.“ Vörulína Yarm samanstendur af teppum, mottum, púðum og pullum. Auk þess hefur Erla prjónað leikföng fyrir börn, stórar kanínur. Til að byrja með framleiddi Erla vörurnar í sauðalitunum. Nú hafa bæst við fleiri litir.Vörurnar fást á vefversluninni yarm.store, á facebook og í Jöklu á Laugavegi 90. „Ég er nýkomin inn með vörurnar í Jöklu. Við erum níu hönnuðir sem leigjum þar pláss og skiptumst á að vinna í búðinni. Það er skemmtilegt fyrirkomulag og persónuleg þjónusta þar sem fólki gefst tækifæri til að versla beint af hönnuði,“ segir Erla.Áhugasamir geta hitt á Erlu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu sem hefst í dag klukkan 16. Sýningin er opin frá föstudegi til mánudags milli klukkan 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Yarm Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira
Yarmvörur Erlu Svövu Sigurðardóttur hafa vakið verðskuldaða athygli en Erla stofnaði Yarm fyrir rétt rúmu ári síðan. Á þessum stutta tíma hefur Erla Svava hlotið Skúlaverðlaunin 2017 sem eru nýsköpunarverðlaun, auk þess sem hún var valin Handverksmaður ársins 2018. Þá hlaut Yarm The Awards of Excellence 2018 frá markaðsstofunni Icelandic Lamb í dag en verðlaunin veitir stofan þeim samstarfsstaðilum sínum sem skara fram úr. Erla Svava handspinnur hnausþykkt garn úr sérvalinni íslenskri ull og prjónar úr garninu með handleggjunum. „Ég er svo heppin hvað viðskiptavinir mínir eru þolinmóðir. Ég vinn eftir hugmyndafræði Slow-design og Slow-fashion og allt ferlið er eins umhverfisvænt og mögulegt er. Íslenska ullin okkar er einstakt náttúrufyrirbrigði sem ber að sýna þá lágmarks virðingu að vinna hana ekki á umhverfis spillandi hátt eins og til dæmis með því að senda ullina til Kína til að láta spinna hana þar og senda svo til baka,“ segir Erla Svava. Hún stendur ein að framleiðslunni og hefur þróað allt framleiðsluferlið. „Það má segja að Yarm vörurnar séu í stanslausri þróun. Því hvert stykki kennir manni eitthvað nýtt og er ég stolt af því að hafa þróað þetta þykka garn alveg frá grunni. En garnið sem og vörurnar eru einstaklega endingargóðar af ullarvörum að vera. Ég stefni í náinni framtíð á að hefja framleiðslu og sölu á garninu.“ Vörulína Yarm samanstendur af teppum, mottum, púðum og pullum. Auk þess hefur Erla prjónað leikföng fyrir börn, stórar kanínur. Til að byrja með framleiddi Erla vörurnar í sauðalitunum. Nú hafa bæst við fleiri litir.Vörurnar fást á vefversluninni yarm.store, á facebook og í Jöklu á Laugavegi 90. „Ég er nýkomin inn með vörurnar í Jöklu. Við erum níu hönnuðir sem leigjum þar pláss og skiptumst á að vinna í búðinni. Það er skemmtilegt fyrirkomulag og persónuleg þjónusta þar sem fólki gefst tækifæri til að versla beint af hönnuði,“ segir Erla.Áhugasamir geta hitt á Erlu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu sem hefst í dag klukkan 16. Sýningin er opin frá föstudegi til mánudags milli klukkan 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Yarm
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira