Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:30 Edwige Herchenroder og Andri Björn hafa bæði hlotið verðlaun á hátíðinni Aix-en-Provence. Fréttablaðið/Anton Brink Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp