Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 8. desember 2018 16:30 Guðrún Sóley segir að þessi sætkartöflumús með karamellupekanhnetum sé sérlega hátíðleg og hið fullkomna meðlæti með jólamatnum. Mynd/Sigtryggur Ari „Það getur eiginlega ekki klikkað að leiða saman Oumph! og dýrðina sem er smjördeig. Það var góður dagur þegar ég uppgötvaði að langflest smjördeig er vegan, enda langoftast framleitt úr smjörlíki og olíum,“ segir Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona og umsjónarmaður Menningarinnar á RÚV. Guðrún hefur verið vegan í þrjú ár. Hún segist hafa orðið vegan dýranna vegna og að það hafi aldrei verið erfitt að temja sér nýtt mataræði, heldur hafi það verið stórskemmtilegt að uppgötva nýjar leiðir til að næra sig. Hún segir að það sé sjaldan auðveldara og skemmtilegra að vera vegan en um jólin og það eigi sérlega vel við kærleiks- og friðarboðskap hátíðarinnar.Sjá einnig:Vegan mest viðeigandi á jólum „Fyrir þá sem ekki þekkja Oumph! þá eru það kryddaðir bitar gerðir úr sojaprótíni, sem líkjast mjög kjúklingi að bragði og áferð. Á jólunum er skylda að gera vel við sig og í þeim anda leyfði ég mér að setja hreinlega allt sem mér finnst best í eina og sömu uppskriftina. Það hefði hæglega getað endað með hörmungum en kom skrambi vel út. Niðurstaðan varð bragðmikil og framandi Oumph! – og sveppablanda með kóresku tvisti í hefðbundnum smjördeigsbúningi.“ Oumph! wellington með framandi tvisti 1 poki Oumph! að eigin vali, til dæmis „thyme&garlic“ eða „pulled“ 450 g sveppir, niðursneiddir (hvaða tegund sem ykkur þykir best, líka gaman að nota sveppablöndu) 3 msk. hoisinsósa 1 msk. soja- eða tamarísósa 1 msk. barbíkjúsósa 2-3 stilkar vorlaukur, sneiddur smátt Sesamfræ, ristuð Dreitill af kjúklingabaunasafa (aquafaba) eða jurtamjólk til að pensla Þíðið Oumph!-ið. Stillið ofn á 180°C. Setjið olíu á miðlungsheita pönnu og léttsteikið Oumph!-ið þar til það brúnast og verður stökkt að utan, ca. 6-8 mín. Bætið þá sveppum á pönnuna og steikið þar til þeir mýkjast og gefa frá sér vökva. Hrærið hoisin-, barbíkjú- og tamarísósu saman í skál og hellið út á sveppa- og Oumph!-blönduna. Blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur í viðbót. Takið pönnu af hellu og leyfið að standa meðan þið útbúið smjördeigið. Fletjið tvær smjördeigsplötur út, komið Oumph!- og sveppablöndu fyrir í miðju annarrar þeirra, stráið því næst sesamfræjum og vorlauk ofan á og leggið svo hina smjördeigsplötuna ofan á. Hér má fara ýmsar leiðir til að loka Wellington-inu, sú einfaldasta er að brjóta upp á brúnirnar og þrýsta svo létt á þær með gaffli. Ef þið eruð í stuði er hægt að gera fléttu-fínerí og jafnvel skera mynstur í deigið. Penslið að lokum með safanum af kjúklingabaunum eða jurtamjólk. Komið Wellington-inu fyrir á smjörpappírsklæddri ofnplötu og bakið í 20-25 mín. Fylgist vel með smjördeiginu því það getur verið ansi snöggt að brenna við. Berið fram með sætkartöflumús og fersku salati, eða hverju því meðlæti sem ykkur þykir jólalegast. Njótið! Sætkartöflumús með karamellupekanhnetum „Þessi er sérlega hátíðleg – hún er algjört sælgæti og gæti hæglega verið aðalréttur því mér finnst hún mögnuð ein og sér,“ segir Guðrún Sóley. „En á jólunum skal sprengja alla skala og þá er þessi sælkeramús hið fullkomna meðlæti.“ 6 miðlungsstórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í fernt 60 g vegan smjör eða smjörlíki 50 g sykur Raspaður börkur af einni appelsínu 1 tsk. kanill 1 tsk. sjávarsalt Karamellupekanhnetur 180 g pekanhnetur 50 g púðursykur (líka hægt að nota venjulegan) 2 tsk. vatn ½ tsk. kanill ¼ tsk. múskat ½ tsk. sjávarsalt Ristaðar hnetur Setjið sykur, vatn, kanil, múskat og salt á miðlungsheita pönnu og hrærið stöðugt í 2-3 mínútur þar til blandan þykkist og byrjar að „bubbla“ lítið eitt. Bætið þá pekanhnetunum út í og hrærið þar til þær eru vel þaktar í blöndunni. Eldið áfram í 3 mínútur og gætið þess að brenna ekki. Þegar hneturnar eru tilbúnar ferjið þær þá yfir á bökunarpappír og aðskiljið þær svo þær festist ekki saman (passið ykkur, þær eru brennandi heitar!). Leyfið að kólna meðan þið útbúið kartöflumús.Sætkartöflumús Hitið ofninn í 180°C. Hitið vatn í potti upp að suðu, setjið afhýdda sætkartöflubita út í og sjóðið í ca. 9 mínútur – þar til þið getið stungið gaffli mjúklega í þá. Sigtið þá allt vatn úr pottinum og bætið smjöri, appelsínuberki, sykri, kanil og salti út á kartöflurnar. Notið þar til gerðan kartöflustappara til að mauka kartöflurnar eða nýtið töfrasprota til verksins. Maukið vel og vandlega og komið músinni fyrir í ofnföstu móti. Raðið pekanhnetum ofan á og bakið í ofni í 30-40 mínútur. Mér finnst mjög gott að strá smávegis sjávarsalti yfir músina áður en hún er borin fram, það er hressandi mótvægi við sætuna. Berið fram og njótið! Þeir sem hafa áhuga á fleiri uppskriftum frá Guðrúnu geta nælt sér í eintak af bókinni „Grænkerauppskriftir Guðrúnar Sóleyjar – Vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt“, en það er fyrsta íslenska vegan matreiðslubókin og hún kom út núna fyrir jólin. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kartöflumús Oumph Uppskriftir Wellington Vegan Tengdar fréttir Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30 Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Svona gerirðu servíettutré Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Það getur eiginlega ekki klikkað að leiða saman Oumph! og dýrðina sem er smjördeig. Það var góður dagur þegar ég uppgötvaði að langflest smjördeig er vegan, enda langoftast framleitt úr smjörlíki og olíum,“ segir Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona og umsjónarmaður Menningarinnar á RÚV. Guðrún hefur verið vegan í þrjú ár. Hún segist hafa orðið vegan dýranna vegna og að það hafi aldrei verið erfitt að temja sér nýtt mataræði, heldur hafi það verið stórskemmtilegt að uppgötva nýjar leiðir til að næra sig. Hún segir að það sé sjaldan auðveldara og skemmtilegra að vera vegan en um jólin og það eigi sérlega vel við kærleiks- og friðarboðskap hátíðarinnar.Sjá einnig:Vegan mest viðeigandi á jólum „Fyrir þá sem ekki þekkja Oumph! þá eru það kryddaðir bitar gerðir úr sojaprótíni, sem líkjast mjög kjúklingi að bragði og áferð. Á jólunum er skylda að gera vel við sig og í þeim anda leyfði ég mér að setja hreinlega allt sem mér finnst best í eina og sömu uppskriftina. Það hefði hæglega getað endað með hörmungum en kom skrambi vel út. Niðurstaðan varð bragðmikil og framandi Oumph! – og sveppablanda með kóresku tvisti í hefðbundnum smjördeigsbúningi.“ Oumph! wellington með framandi tvisti 1 poki Oumph! að eigin vali, til dæmis „thyme&garlic“ eða „pulled“ 450 g sveppir, niðursneiddir (hvaða tegund sem ykkur þykir best, líka gaman að nota sveppablöndu) 3 msk. hoisinsósa 1 msk. soja- eða tamarísósa 1 msk. barbíkjúsósa 2-3 stilkar vorlaukur, sneiddur smátt Sesamfræ, ristuð Dreitill af kjúklingabaunasafa (aquafaba) eða jurtamjólk til að pensla Þíðið Oumph!-ið. Stillið ofn á 180°C. Setjið olíu á miðlungsheita pönnu og léttsteikið Oumph!-ið þar til það brúnast og verður stökkt að utan, ca. 6-8 mín. Bætið þá sveppum á pönnuna og steikið þar til þeir mýkjast og gefa frá sér vökva. Hrærið hoisin-, barbíkjú- og tamarísósu saman í skál og hellið út á sveppa- og Oumph!-blönduna. Blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur í viðbót. Takið pönnu af hellu og leyfið að standa meðan þið útbúið smjördeigið. Fletjið tvær smjördeigsplötur út, komið Oumph!- og sveppablöndu fyrir í miðju annarrar þeirra, stráið því næst sesamfræjum og vorlauk ofan á og leggið svo hina smjördeigsplötuna ofan á. Hér má fara ýmsar leiðir til að loka Wellington-inu, sú einfaldasta er að brjóta upp á brúnirnar og þrýsta svo létt á þær með gaffli. Ef þið eruð í stuði er hægt að gera fléttu-fínerí og jafnvel skera mynstur í deigið. Penslið að lokum með safanum af kjúklingabaunum eða jurtamjólk. Komið Wellington-inu fyrir á smjörpappírsklæddri ofnplötu og bakið í 20-25 mín. Fylgist vel með smjördeiginu því það getur verið ansi snöggt að brenna við. Berið fram með sætkartöflumús og fersku salati, eða hverju því meðlæti sem ykkur þykir jólalegast. Njótið! Sætkartöflumús með karamellupekanhnetum „Þessi er sérlega hátíðleg – hún er algjört sælgæti og gæti hæglega verið aðalréttur því mér finnst hún mögnuð ein og sér,“ segir Guðrún Sóley. „En á jólunum skal sprengja alla skala og þá er þessi sælkeramús hið fullkomna meðlæti.“ 6 miðlungsstórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í fernt 60 g vegan smjör eða smjörlíki 50 g sykur Raspaður börkur af einni appelsínu 1 tsk. kanill 1 tsk. sjávarsalt Karamellupekanhnetur 180 g pekanhnetur 50 g púðursykur (líka hægt að nota venjulegan) 2 tsk. vatn ½ tsk. kanill ¼ tsk. múskat ½ tsk. sjávarsalt Ristaðar hnetur Setjið sykur, vatn, kanil, múskat og salt á miðlungsheita pönnu og hrærið stöðugt í 2-3 mínútur þar til blandan þykkist og byrjar að „bubbla“ lítið eitt. Bætið þá pekanhnetunum út í og hrærið þar til þær eru vel þaktar í blöndunni. Eldið áfram í 3 mínútur og gætið þess að brenna ekki. Þegar hneturnar eru tilbúnar ferjið þær þá yfir á bökunarpappír og aðskiljið þær svo þær festist ekki saman (passið ykkur, þær eru brennandi heitar!). Leyfið að kólna meðan þið útbúið kartöflumús.Sætkartöflumús Hitið ofninn í 180°C. Hitið vatn í potti upp að suðu, setjið afhýdda sætkartöflubita út í og sjóðið í ca. 9 mínútur – þar til þið getið stungið gaffli mjúklega í þá. Sigtið þá allt vatn úr pottinum og bætið smjöri, appelsínuberki, sykri, kanil og salti út á kartöflurnar. Notið þar til gerðan kartöflustappara til að mauka kartöflurnar eða nýtið töfrasprota til verksins. Maukið vel og vandlega og komið músinni fyrir í ofnföstu móti. Raðið pekanhnetum ofan á og bakið í ofni í 30-40 mínútur. Mér finnst mjög gott að strá smávegis sjávarsalti yfir músina áður en hún er borin fram, það er hressandi mótvægi við sætuna. Berið fram og njótið! Þeir sem hafa áhuga á fleiri uppskriftum frá Guðrúnu geta nælt sér í eintak af bókinni „Grænkerauppskriftir Guðrúnar Sóleyjar – Vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt“, en það er fyrsta íslenska vegan matreiðslubókin og hún kom út núna fyrir jólin.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kartöflumús Oumph Uppskriftir Wellington Vegan Tengdar fréttir Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30 Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Svona gerirðu servíettutré Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30