Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15.
Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson.
ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum.
Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk.
Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum.
Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni.

Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka.
Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram.
Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi.
Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum.
Tilþrif nóvember