Kjóstu bestu leikmenn og tilþrif nóvember Íþróttadeild skrifar 4. desember 2018 11:00 Þessar voru bestar í nóvember S2 Sport Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira