Í tilkynningunni segir að eftir hafa metið leikinn var ákveðið að hann stæðist ekki væntingar í sínu núverandi mynd.Fréttablaðið/Eyþór
Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtæksins íslenska, CCP, hafa ákveðið að hætta framleiðslu skotleiksins Project Nova í bili. Til stóð að leyfa almennum spilurum að prófa grófa útgáfu af leiknum en hætt hefur verið við það og í tilkynningu frá CCP segir að framleiðendur leiksins muni snúa sér aftur að teikniborðinu og endurskoða kjarna leiksins.
Í tilkynningunni segir að eftir hafa metið leikinn var ákveðið að hann stæðist ekki væntingar í sínu núverandi mynd.
Project Nova er eins og áður segir skotleikur og átti hann að gerast í söguheimi EVE Online.
Hér má sjá stiklu sem birt var í október.
„Þróun Project Nova mun halda áfram og við erum enn staðráðin í því að færa aðdáendum EVE Online hágæða skotleik sem byggir á samvinnu og kanna ný tækifæri til að fella leikina tvo saman. CPP liggur ekki á að gefa Project Nova út þar til við erum sannfærð um að leikurinn skilar góðri spilun, upplifun og grafík,“ segir í tilkynningunni.
Hér má sjá spilun leiksins frá EVE-hátíðinni í Vegas í október.