Kalla inn jólin með ýmsum perlum tónbókmenntanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 08:30 Hlíðarendakirkja var pökkuð þegar rangæskt tónlistarfólk kom þar fram í mars, nú verður það á Breiðabólstað og kirkjan þar mun óma af tónlist. Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð mun óma af tónlist í kvöld þegar Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Sigríður Aðalsteinsdóttir altsöngkona og Guðjón Halldór Óskarsson organisti láta nokkrar perlur tónbókmenntanna kalla inn jólin. Með þeim taka kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls þátt. Rut er um það bil að hendast á æfingu í kirkjunni þegar ég hringi. Hún segir þetta í fyrsta sinn sem hún taki þátt í jólatónleikum í Hlíðinni fögru. „Sveitungarnir báðu mig að vera með og mér hefur þótt það mjög gaman. Við völdum saman falleg verk svo sem Adagio eftir T. Albinon, Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach, fiðlusónötu eftir Vivaldi og dásamlega aríu úr Jólaóratóríunni eftir Bach með altsöngkonu og fiðlu, svo dæmi séu tekin. Sigríður Aðalsteinsdóttir er skólastjóri í Tónlistarskóla Rangæinga og frábær altsöngkona. Hún syngur líka Helga nótt og þar tekur kórinn undir og ég spila röddina með, þannig er það líka í Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns sem allir syngja saman.“ Spurð hvort Breiðabólstaðarkirkja sé gott tónlistarhús svarar Rut: „Hlíðarendakirkja er betri sem slík, þar hljómar betur. Þess vegna völdum við hana fyrir Bachtónleikana sem við héldum í mars. En það fer betur um bæði kórfólk og áheyrendur í Breiðabólstaðarkirkju enda er hún stærri,“ segir Rut og upplýsir að tuttugu og fimm manns séu í kórunum. Hún segir þau hjónin dvelja um hálft árið í Fljótshlíðinni og góð tengsl hafa skapast milli þeirra og heimafólks. „Við vorum með átta tónleika í Hlöðunni okkar að Kvoslæk síðasta sumar og dveljum meira hér fyrir austan á þeim árstíma en fyrir sunnan að vetrinum. Það hefur samt enginn vetur verið núna en myrkrið er mikið hér í sveitinni í skammdeginu. Við reynum bara að lýsa það upp.“ Tónleikarnir í Breiðabólstaðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð mun óma af tónlist í kvöld þegar Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Sigríður Aðalsteinsdóttir altsöngkona og Guðjón Halldór Óskarsson organisti láta nokkrar perlur tónbókmenntanna kalla inn jólin. Með þeim taka kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls þátt. Rut er um það bil að hendast á æfingu í kirkjunni þegar ég hringi. Hún segir þetta í fyrsta sinn sem hún taki þátt í jólatónleikum í Hlíðinni fögru. „Sveitungarnir báðu mig að vera með og mér hefur þótt það mjög gaman. Við völdum saman falleg verk svo sem Adagio eftir T. Albinon, Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach, fiðlusónötu eftir Vivaldi og dásamlega aríu úr Jólaóratóríunni eftir Bach með altsöngkonu og fiðlu, svo dæmi séu tekin. Sigríður Aðalsteinsdóttir er skólastjóri í Tónlistarskóla Rangæinga og frábær altsöngkona. Hún syngur líka Helga nótt og þar tekur kórinn undir og ég spila röddina með, þannig er það líka í Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns sem allir syngja saman.“ Spurð hvort Breiðabólstaðarkirkja sé gott tónlistarhús svarar Rut: „Hlíðarendakirkja er betri sem slík, þar hljómar betur. Þess vegna völdum við hana fyrir Bachtónleikana sem við héldum í mars. En það fer betur um bæði kórfólk og áheyrendur í Breiðabólstaðarkirkju enda er hún stærri,“ segir Rut og upplýsir að tuttugu og fimm manns séu í kórunum. Hún segir þau hjónin dvelja um hálft árið í Fljótshlíðinni og góð tengsl hafa skapast milli þeirra og heimafólks. „Við vorum með átta tónleika í Hlöðunni okkar að Kvoslæk síðasta sumar og dveljum meira hér fyrir austan á þeim árstíma en fyrir sunnan að vetrinum. Það hefur samt enginn vetur verið núna en myrkrið er mikið hér í sveitinni í skammdeginu. Við reynum bara að lýsa það upp.“ Tónleikarnir í Breiðabólstaðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira