Valdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru kylfingar ársins 2018 að mati Golfsambands Íslands.
Valdís Þóra hlýtur tilnefninguna í annað sinn en hún lék í ár á Evrópumótaröðinni, hennar annað tímabil í röð á mótaröðinni. Skagakonan endaði í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar og tryggði sig snemma áfram á næsta tímabil á mótaröðinni.
Besti árangur Valdísar í ár var þriðja sætið á móti í Ástralíu.
Valdís var í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á EM í golfi í blandaðri liðakeppni, en mótið var haldið í fyrsta skipti í ágúst.
Haraldur Franklín varð fyrstur íslenskra karlkylfinga til þess að kommast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og einnig fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í risamóti á atvinnumótaröð. Haraldur var þar fimm höggum frá niðurskurðinum.
Haraldur lék á Norrdic atvinnumótaröðinni í ár, sem er þriðja sterkasta mótaröð Evrópu. Þar endaði hann í 55. sæti á stigalistanum.
Þetta er einnig í annað sætið sem Haraldur hlýtur tilnefninguna kylfingur ársins.
Valdís Þóra og Haraldur Franklín kylfingar ársins
