Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel Sverrisson rífur í spaðann á kampakátum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. vísir/tom Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira