Forsetinn sló jörðina upp í rjáfur Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2018 10:31 Guðni Th kom óvænt við sögu í jólasýningu Þjóðleikhússins en Siggi Sigurjóns fór á kostum í leikgerð sem byggir á hinni þekktu kvikmynd Chaplins. visir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018 Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018
Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00