Börsungar fara í fríið á toppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2018 19:30 Börsungar fagna í kvöld. vísir/getty Barcelona fer með þriggja stiga forskot í jólafríið á Spáni eftir 2-0 sigur á Celta Vigo í síðustu umferðinni fyrir jól. Börsungar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Ousmane Dembele skoraði á tíundu mínútu og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði Lionel Messi forystuna. Fleiri urðu mörkin ekki og Barcelona er því á toppnum með 37 stig er spænska deildin fer í jólafrí. Í öðru sætinu er Atletico Madrid með 34 stig eftir 1-0 sigur á Espanyol í dag. Grannarnir í Real Madrid eru í fjórða sætinu með 29 stig en þeir eiga þó leik til góða eftir að hafa verið að spila á HM félagsliða í dag. Celta Vigo er í tíunda sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Barcelona fer með þriggja stiga forskot í jólafríið á Spáni eftir 2-0 sigur á Celta Vigo í síðustu umferðinni fyrir jól. Börsungar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Ousmane Dembele skoraði á tíundu mínútu og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði Lionel Messi forystuna. Fleiri urðu mörkin ekki og Barcelona er því á toppnum með 37 stig er spænska deildin fer í jólafrí. Í öðru sætinu er Atletico Madrid með 34 stig eftir 1-0 sigur á Espanyol í dag. Grannarnir í Real Madrid eru í fjórða sætinu með 29 stig en þeir eiga þó leik til góða eftir að hafa verið að spila á HM félagsliða í dag. Celta Vigo er í tíunda sæti deildarinnar.