Írinn Harrington verður fyrirliði Evrópu í Ryderbikarnum 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 13:15 Padraig Harrington. Getty/Andrew Redington Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld. Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira