Leiðin er nýtt bræðralag Tryggva og Sveinbjarnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 11:00 Þeir Tryggvi og Sveinbjörn hafa áður unnið saman, einkum á sviði barnamenningar. Lagið Leiðin er ekki sérstaklega tileinkað börnum þó þau hafi frumflutt það. Fréttablaðið/Ernir Upp á síðkastið hefur nýtt ættjarðarljóð heyrst sungið við nýtt lag á mörgum heimilum í grennd við Laugardalinn. Ástæðan er sú að börnin í Laugarnesskóla hafa lært það og æft. Þau fluttu það líka opinberlega á fullveldishátíð skólans í nóvember. Ljóðið nefnist Leiðin. Það er eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, skáld og prófessor og lagið samdi bróðir hans, Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld og forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sveinbjörn hefur síðustu tíu ár verið prófessor í handritaskrifum við Kvikmyndaskóla Noregs í Lillehammer. Hann kom heim til að halda jólin og áramótin á Íslandi með fjölskyldu og vinum og segist reyndar oft fljúga á milli. „Ég var líka heima þegar Leiðin okkar Tryggva var frumflutt. Það var skemmtilegt, alltaf sérstakt að vera viðstaddur frumflutning á einhverju sem maður hefur gert.“Spark í rassinn Tryggvi segir það fullveldisafmælinu að þakka að þetta bræðralag þeirra Sveinbjarnar hafi orðið til. Þeir hafi ákveðið að taka þátt í samkeppni um nýtt lag og texta sem hæfði þeim tímamótum. „Okkar lag komst ekki áfram í keppninni en er samt komið á flug vegna þess að tónmenntakennarinn í Laugarnesskóla frétti af því og langaði að leyfa skólabörnunum að syngja það. Þau gerðu það ótrúlega vel. Sveinbjörn segir samkeppni af þessu tagi virkilega af hinu góða því þá fari sköpun í gang og til verði ný lög og ljóð. „Stundum þarf tilefni til að maður setjist niður og semji eitthvað og svona samkeppni er gott spark í rassinn að því leyti.“ En hvor bræðranna byrjaði að móta sinn þátt? „Sveinbjörn orti ljóðið fyrst og kom með textann til mín,“ svarar Tryggvi sem segist hafa haft svolítið fyrir því að finna rétta tóninn og láta lagið falla vel að textanum. „Ljóðið hans Sveinbjarnar er sonnetta, línurnar frekar langar og það gerði lagasmíðina örlítið erfiðari.“ Hann segir misjafnt hvernig textar kalli fram laglínur. „Sum ljóð eru þannig að lögin semja sig hálfpartinn sjálf. Þetta var ekki þannig,“ segir hann en tekur fram, til að fyrirbyggja misskilning, að verkefnið hafi bæði verið ögrandi og skemmtilegt.“ Skyldu þeir bræður oft hafa unnið svona saman áður? „Við höfum unnið saman að nokkrum verkefnum, einkum á sviði barnamenningar. Þar ber sennilega hæst Þúsaldarljóðin, sem 2000 fimm ára börn frumfluttu á Arnarhóli árið 2000,“ svarar Tryggvi. „Við unnum einnig saman að tónverkinu Lyklinum sem var samið fyrir Kammersveit Norðurlands og segir frá Benna og Smala og baráttu þeirra við nautið Geirmund. Skólasöngur Álftanesskóla er einnig eitt af okkar samstarfsverkefnum og ég hef svo líka samið nokkur sönglög við ljóð Sveinbjarnar.“ „Já, í þessum ánægjulegu samstarfsverkefnum hefur Tryggvi alltaf stungið upp á því að ég setji saman textann fyrst. Held kannski að lagið Dægur sé undantekningin, það lag er á sólóplötu Jóhönnu Þórhallsdóttur, Flauelsmjúkar hendur,“ segir Sveinbjörn.Hafa dálæti á Val Bræðurnir eru Reykvíkingar en með sterk sálartengsl við Suðurlandsundirlendið og Ólafsfjörð, að sögn Tryggva. „Faðir okkar, Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, er borinn og barnfæddur Ólafsfirðingur. Við bjuggum í Hlíðunum þar til að ég var þriggja ára og þá fluttum við í Laugarásinn þannig að Sveinbjörn, sem er eldri, á sterkari tengingar við Hlíðarnar en ég.“ „Hlíðarnar voru minn bernskuheimur,“ segir Sveinbjörn og kveðst hafa nýtt sér hann þegar hann samdi ljóðverkið Stjörnur í skónum á sínum tíma. „Ég var orðinn ellefu ára þegar við fluttum úr Hlíðunum en nú er ég reyndar fluttur þangað aftur, eftir mörg góð ár á Álftanesi.“ „Eitt hefur þó fylgt okkur báðum úr Hlíðunum og það er dálæti okkar á Knattspyrnufélaginu Val, sem við styðjum enn með ráðum og dáð,“ segir Tryggvi. „Við erum báðir fyrrum nemendur í Laugarnesskóla og því var það einstaklega skemmtilegt að koma þangað aftur og heyra börnin syngja lagið okkar í þessum fallega og góða skóla.“Leiðin Þó að frysti og fenni á sumardegi, frostið kalda þrastarsönginn trufli og fjöll í hnipri undir hvítum kufli, höldum við áfram eftir þessum vegi. Víst er landið löngum hart og kalið, lokuð sund og ófær einatt heiðin. Samt er þekkt að þetta er eina leiðin þjóðar sem eylandið svala hefur alið. Seint verður auðvelt að elska þessi kaun, auðnirnar hrjúfu, rofabörð og sanda, vindbarða kletta út við hafið gramt. En indælum mosa úfið skýlir hraun, öræfin gefa næði til að anda. Auðvelt eða ekki, elskum við það samt, auðvelt eða ekki, þá elskum við það samt. Sveinbjörn I. Baldvinsson Tónlist Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Upp á síðkastið hefur nýtt ættjarðarljóð heyrst sungið við nýtt lag á mörgum heimilum í grennd við Laugardalinn. Ástæðan er sú að börnin í Laugarnesskóla hafa lært það og æft. Þau fluttu það líka opinberlega á fullveldishátíð skólans í nóvember. Ljóðið nefnist Leiðin. Það er eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, skáld og prófessor og lagið samdi bróðir hans, Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld og forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sveinbjörn hefur síðustu tíu ár verið prófessor í handritaskrifum við Kvikmyndaskóla Noregs í Lillehammer. Hann kom heim til að halda jólin og áramótin á Íslandi með fjölskyldu og vinum og segist reyndar oft fljúga á milli. „Ég var líka heima þegar Leiðin okkar Tryggva var frumflutt. Það var skemmtilegt, alltaf sérstakt að vera viðstaddur frumflutning á einhverju sem maður hefur gert.“Spark í rassinn Tryggvi segir það fullveldisafmælinu að þakka að þetta bræðralag þeirra Sveinbjarnar hafi orðið til. Þeir hafi ákveðið að taka þátt í samkeppni um nýtt lag og texta sem hæfði þeim tímamótum. „Okkar lag komst ekki áfram í keppninni en er samt komið á flug vegna þess að tónmenntakennarinn í Laugarnesskóla frétti af því og langaði að leyfa skólabörnunum að syngja það. Þau gerðu það ótrúlega vel. Sveinbjörn segir samkeppni af þessu tagi virkilega af hinu góða því þá fari sköpun í gang og til verði ný lög og ljóð. „Stundum þarf tilefni til að maður setjist niður og semji eitthvað og svona samkeppni er gott spark í rassinn að því leyti.“ En hvor bræðranna byrjaði að móta sinn þátt? „Sveinbjörn orti ljóðið fyrst og kom með textann til mín,“ svarar Tryggvi sem segist hafa haft svolítið fyrir því að finna rétta tóninn og láta lagið falla vel að textanum. „Ljóðið hans Sveinbjarnar er sonnetta, línurnar frekar langar og það gerði lagasmíðina örlítið erfiðari.“ Hann segir misjafnt hvernig textar kalli fram laglínur. „Sum ljóð eru þannig að lögin semja sig hálfpartinn sjálf. Þetta var ekki þannig,“ segir hann en tekur fram, til að fyrirbyggja misskilning, að verkefnið hafi bæði verið ögrandi og skemmtilegt.“ Skyldu þeir bræður oft hafa unnið svona saman áður? „Við höfum unnið saman að nokkrum verkefnum, einkum á sviði barnamenningar. Þar ber sennilega hæst Þúsaldarljóðin, sem 2000 fimm ára börn frumfluttu á Arnarhóli árið 2000,“ svarar Tryggvi. „Við unnum einnig saman að tónverkinu Lyklinum sem var samið fyrir Kammersveit Norðurlands og segir frá Benna og Smala og baráttu þeirra við nautið Geirmund. Skólasöngur Álftanesskóla er einnig eitt af okkar samstarfsverkefnum og ég hef svo líka samið nokkur sönglög við ljóð Sveinbjarnar.“ „Já, í þessum ánægjulegu samstarfsverkefnum hefur Tryggvi alltaf stungið upp á því að ég setji saman textann fyrst. Held kannski að lagið Dægur sé undantekningin, það lag er á sólóplötu Jóhönnu Þórhallsdóttur, Flauelsmjúkar hendur,“ segir Sveinbjörn.Hafa dálæti á Val Bræðurnir eru Reykvíkingar en með sterk sálartengsl við Suðurlandsundirlendið og Ólafsfjörð, að sögn Tryggva. „Faðir okkar, Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, er borinn og barnfæddur Ólafsfirðingur. Við bjuggum í Hlíðunum þar til að ég var þriggja ára og þá fluttum við í Laugarásinn þannig að Sveinbjörn, sem er eldri, á sterkari tengingar við Hlíðarnar en ég.“ „Hlíðarnar voru minn bernskuheimur,“ segir Sveinbjörn og kveðst hafa nýtt sér hann þegar hann samdi ljóðverkið Stjörnur í skónum á sínum tíma. „Ég var orðinn ellefu ára þegar við fluttum úr Hlíðunum en nú er ég reyndar fluttur þangað aftur, eftir mörg góð ár á Álftanesi.“ „Eitt hefur þó fylgt okkur báðum úr Hlíðunum og það er dálæti okkar á Knattspyrnufélaginu Val, sem við styðjum enn með ráðum og dáð,“ segir Tryggvi. „Við erum báðir fyrrum nemendur í Laugarnesskóla og því var það einstaklega skemmtilegt að koma þangað aftur og heyra börnin syngja lagið okkar í þessum fallega og góða skóla.“Leiðin Þó að frysti og fenni á sumardegi, frostið kalda þrastarsönginn trufli og fjöll í hnipri undir hvítum kufli, höldum við áfram eftir þessum vegi. Víst er landið löngum hart og kalið, lokuð sund og ófær einatt heiðin. Samt er þekkt að þetta er eina leiðin þjóðar sem eylandið svala hefur alið. Seint verður auðvelt að elska þessi kaun, auðnirnar hrjúfu, rofabörð og sanda, vindbarða kletta út við hafið gramt. En indælum mosa úfið skýlir hraun, öræfin gefa næði til að anda. Auðvelt eða ekki, elskum við það samt, auðvelt eða ekki, þá elskum við það samt. Sveinbjörn I. Baldvinsson
Tónlist Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira