Nýjasta viðbótin í listaflóru landsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Postprent var skellt í loftið í beinni útsendingu í útvarpinu. Postprent er markaður með prentverk eftir íslenska listamenn á netinu. Þeir Viktor Weisshappel Vilhjálmsson og Þórður Hans Baldursson eru mennirnir á bak við vefinn sem fór í loftið nú rétt fyrir áramót. „Við höfum báðir verið að fást við ýmist myndlist eða grafík en leiðir okkar lágu saman fyrst árið 2016,“ segir Viktor.Viktor Weisshappel Vilhjálmsson.„Daginn sem við kynntumst var Þórður að klára síðasta daginn sinn sem verktaki hjá stofu sem ég var að byrja að vinna hjá. Við héldum svo einhverju sambandi og heyrði Þórður í mér síðustu tvö jól til að kaupa prent eftir mig handa fjölskyldunni. Mamma Þórðar er mikill aðdáandi minn,“ segir Viktor og bætir við að þeir séu ákaflega gott teymi enda sé hann, Viktor, listamaður en Þórður er forritari og þeir með sameiginlegan listáhuga. „Okkur fannst þetta bara meika sens, að geta keypt prentverk í tölvunni heima hjá sér í rólegheitum. Geta skoðað úrvalið, kynnt sér listamennina og gefið sér svo góðan tíma til að velja vel. Þegar þessi hugmynd kom upp hjá okkur lá það beinast við að við myndum bara láta verða af þessu sjálfir af ofantöldum ástæðum og það hjálpar líka helling að saman erum við með gott tengslanet bæði í grafík- og myndlistarheiminum hérna heima.“Hönnuðurinn Sigurður Oddsson er meðal þeirra listamanna sem er með verk á síðunni.„Það er rými fyrir síðu af þessu tagi á Íslandi og okkur finnst nauðsynlegt að það sé fyllt með grasrótarframtaki frekar en að eitthvað stærra batterí færi að vasast í þessu. Við sitjum líka beggja vegna borðsins,“ bætir Þórður við. „Við erum báðir með verk á síðunni og ég keypti næstum allar jólagjafirnar mínar þar líka. Það skiptir okkur miklu máli að gæta þess að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Listamenn geti komið sér og sínu á framfæri, gestir síðunnar hafi aukið aðgengi að „current“ íslenskri list og við strákarnir höfum eitthvað að gera í frítíma okkar.“ Postprent gengur út á að búa til vettvang fyrir listamenn, sem vinna í hvers kyns prentmiðlum, til að koma list sinni á framfæri á netinu. Um er að ræða vefsvæði þar sem sérvalinn hópur listamanna er með prentverk sín til sölu í takmörkuðu upplagi.Þórður Hans Baldursson.„Við höfum safnað saman mörgum af helstu ungu listamönnum landsins sem fást við grafísk- og ljósmyndaprentverk og vonumst til að brúa bilið milli listamanna og fólks sem hefur áhuga á að kaupa íslenska list.“Gréta Þorkellsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir list sína og má tryggja sér prent úr hennar smiðju á vefnum.Síðan fór í loftið í beinni útsendingu í Útvarpi 101 og segja Viktor og Þórður að það hafi gengið mjög vel og að salan hafi farið hratt af stað. „Það er greinilega áhugi fyrir þessu framtaki sem er auðvitað gott að fá staðfestingu á. Við héldum svo opnunarpartý/jólamarkað í Bíói Paradís þar sem listamenn á síðunni komu og seldu verkin sín.“ Þeir segjast ákaflega spenntir fyrir komandi ári þar sem þeir munu ráðast í að breiða út boðskap síðunnar. „Við erum báðir gífurlega stoltir af þessu verkefni og finnst þetta þörf og góð viðbót við listaflóru landsins. Draumurinn er að Postprent virki sem aukin innspýting í íslenskt listalíf, hvetji fólk til góðra verka og gefi öðrum tækifæri til að fylgjast með og njóta afrakstursins.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Postprent er markaður með prentverk eftir íslenska listamenn á netinu. Þeir Viktor Weisshappel Vilhjálmsson og Þórður Hans Baldursson eru mennirnir á bak við vefinn sem fór í loftið nú rétt fyrir áramót. „Við höfum báðir verið að fást við ýmist myndlist eða grafík en leiðir okkar lágu saman fyrst árið 2016,“ segir Viktor.Viktor Weisshappel Vilhjálmsson.„Daginn sem við kynntumst var Þórður að klára síðasta daginn sinn sem verktaki hjá stofu sem ég var að byrja að vinna hjá. Við héldum svo einhverju sambandi og heyrði Þórður í mér síðustu tvö jól til að kaupa prent eftir mig handa fjölskyldunni. Mamma Þórðar er mikill aðdáandi minn,“ segir Viktor og bætir við að þeir séu ákaflega gott teymi enda sé hann, Viktor, listamaður en Þórður er forritari og þeir með sameiginlegan listáhuga. „Okkur fannst þetta bara meika sens, að geta keypt prentverk í tölvunni heima hjá sér í rólegheitum. Geta skoðað úrvalið, kynnt sér listamennina og gefið sér svo góðan tíma til að velja vel. Þegar þessi hugmynd kom upp hjá okkur lá það beinast við að við myndum bara láta verða af þessu sjálfir af ofantöldum ástæðum og það hjálpar líka helling að saman erum við með gott tengslanet bæði í grafík- og myndlistarheiminum hérna heima.“Hönnuðurinn Sigurður Oddsson er meðal þeirra listamanna sem er með verk á síðunni.„Það er rými fyrir síðu af þessu tagi á Íslandi og okkur finnst nauðsynlegt að það sé fyllt með grasrótarframtaki frekar en að eitthvað stærra batterí færi að vasast í þessu. Við sitjum líka beggja vegna borðsins,“ bætir Þórður við. „Við erum báðir með verk á síðunni og ég keypti næstum allar jólagjafirnar mínar þar líka. Það skiptir okkur miklu máli að gæta þess að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Listamenn geti komið sér og sínu á framfæri, gestir síðunnar hafi aukið aðgengi að „current“ íslenskri list og við strákarnir höfum eitthvað að gera í frítíma okkar.“ Postprent gengur út á að búa til vettvang fyrir listamenn, sem vinna í hvers kyns prentmiðlum, til að koma list sinni á framfæri á netinu. Um er að ræða vefsvæði þar sem sérvalinn hópur listamanna er með prentverk sín til sölu í takmörkuðu upplagi.Þórður Hans Baldursson.„Við höfum safnað saman mörgum af helstu ungu listamönnum landsins sem fást við grafísk- og ljósmyndaprentverk og vonumst til að brúa bilið milli listamanna og fólks sem hefur áhuga á að kaupa íslenska list.“Gréta Þorkellsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir list sína og má tryggja sér prent úr hennar smiðju á vefnum.Síðan fór í loftið í beinni útsendingu í Útvarpi 101 og segja Viktor og Þórður að það hafi gengið mjög vel og að salan hafi farið hratt af stað. „Það er greinilega áhugi fyrir þessu framtaki sem er auðvitað gott að fá staðfestingu á. Við héldum svo opnunarpartý/jólamarkað í Bíói Paradís þar sem listamenn á síðunni komu og seldu verkin sín.“ Þeir segjast ákaflega spenntir fyrir komandi ári þar sem þeir munu ráðast í að breiða út boðskap síðunnar. „Við erum báðir gífurlega stoltir af þessu verkefni og finnst þetta þörf og góð viðbót við listaflóru landsins. Draumurinn er að Postprent virki sem aukin innspýting í íslenskt listalíf, hvetji fólk til góðra verka og gefi öðrum tækifæri til að fylgjast með og njóta afrakstursins.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira