Fyrsta vegan tískuvikan Sólveig Gísladóttir skrifar 19. janúar 2019 15:00 Bleikur jakki úr gervifeldi frá Jakke með skilaboðum. Myndin er tekin á tískuvikunni í París. Jakke er breskt merki og þykir höfða mjög til yngra fólksins. Það á vel við að fyrsta vegan tískuvikan verði haldin í Los Angeles en borgin varð nýlega sú stærsta í Bandaríkjunum sem bannað hefur notkun á ekta feldi. Tískuvikan stendur í fjóra daga, frá 1. til 4. febrúar, en markmið hennar er að stöðva dýraníð í tískuiðnaðinum með því að fræða tískuspekúlanta og annað tískuáhugafólk um siðferðileg, félagsleg og umhverfisleg málefni sem snúa að nýtingu dýra í iðnaðinum. Upphafsmaður tískuvikunnar er Emmanuelle Rienda en hún er atkvæðamikill dýraverndunarsinni. Hún segist vilja koma á samræðum í tískuiðnaðinum um mikilvæg gildi eins og mannréttindi, réttindi dýra og umhverfismál. Rienda stefnir á að fara víðar með vegan tískuvikuna og vonast til að allar tískuvikur framtíðar verði í raun vegan tískuvikur. Nokkur vakning hefur orðið innan tískugeirans um notkun á gervifeldi. Nokkur merki hafa vakið athygli fyrir skemmtilega notkun á slíkum feldi, en þar má nefna Stellu McCartney, Charlotte Simone, Jakke og Shrimp en sjá má myndir af flíkum frá þessum merkjum hér með greininni.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Tískumerkið Shrimps hefur náð talsverðum vinsældum frá því það kom fyrst fram 2013. Hönnuðirnir fá innblástur frá sjöunda áratugnum með skærum litum og sniðugum sniðum sem hafa heillað margar stjörnur.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Charlotte Simone tískuhönnuður notar gervifeld í afar vinsæla trefla sem hún kallar Popsicle. Vegan Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Það á vel við að fyrsta vegan tískuvikan verði haldin í Los Angeles en borgin varð nýlega sú stærsta í Bandaríkjunum sem bannað hefur notkun á ekta feldi. Tískuvikan stendur í fjóra daga, frá 1. til 4. febrúar, en markmið hennar er að stöðva dýraníð í tískuiðnaðinum með því að fræða tískuspekúlanta og annað tískuáhugafólk um siðferðileg, félagsleg og umhverfisleg málefni sem snúa að nýtingu dýra í iðnaðinum. Upphafsmaður tískuvikunnar er Emmanuelle Rienda en hún er atkvæðamikill dýraverndunarsinni. Hún segist vilja koma á samræðum í tískuiðnaðinum um mikilvæg gildi eins og mannréttindi, réttindi dýra og umhverfismál. Rienda stefnir á að fara víðar með vegan tískuvikuna og vonast til að allar tískuvikur framtíðar verði í raun vegan tískuvikur. Nokkur vakning hefur orðið innan tískugeirans um notkun á gervifeldi. Nokkur merki hafa vakið athygli fyrir skemmtilega notkun á slíkum feldi, en þar má nefna Stellu McCartney, Charlotte Simone, Jakke og Shrimp en sjá má myndir af flíkum frá þessum merkjum hér með greininni.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Tískumerkið Shrimps hefur náð talsverðum vinsældum frá því það kom fyrst fram 2013. Hönnuðirnir fá innblástur frá sjöunda áratugnum með skærum litum og sniðugum sniðum sem hafa heillað margar stjörnur.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Charlotte Simone tískuhönnuður notar gervifeld í afar vinsæla trefla sem hún kallar Popsicle.
Vegan Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira