Stjarnan vann öruggan sigur á nýliðum HK í lokaleik 11. umferðar Olísdeildar kvenna í kvöld.
Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var Stjarnan tveimur mörkum yfir, 13-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Gestirnir úr Garðabæ sigldu hægt og rólega fram úr og fögnuðu að lokum sjö marka sigri 32-25.
Stjarnan fór með sigrinum upp fyrir HK og í 6. sæti deildarinnar með 8 stig. HK er með sjö stig í sjöunda sæti.
Stjarnan vann HK örugglega
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
