Haukar unnu þriggja marka sigur á Stjörnunni, 28-25, í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mýrinni í Garðabæ.
Mikið var skorað í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þær rauðklæddu með sex mörkum, 15-9. Sigurinn var svo aldrei í hættu og góður sigur Hauka í Garðabæ.
Berta Rut Harðardóttir var markahæst í liði Hauka en hún gerði sjö mörk og Maria Ines Pereira bætti við sex mörkum.
Haukarnir eru eftir sigurinn komnar aftur upp í þriðja sæti deildarinnar en Stjarnan er í sjötta sætinu.
Haukar tóku stigin tvö í Mýrinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

