Það var einn leikur á dagskrá Olís-deildar kvenna í dag þegar Eyjakonur heimsóttu Selfoss í baráttunni um Suðurland en Selfossliðið situr sem fastast á botni deildarinnar á meðan ÍBV er rétt á eftir efstu liðum.
Það var hins vegar ekki að sjá á liðunum stærstan hluta leiksins í dag því Selfosskonur höfðu frumkvæðið í leiknum frá því á fyrstu mínútu og allt fram á síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í leikhléi 14-11 fyrir Selfossi.
Í síðari hálfleik hélt Selfoss forystunni lengi vel en frá og með 40.mínútu skellti Eyjavörnin í lás og skoruðu Selfosskonur aðeins eitt mark á síðustu 20 mínútum leiksins. Hreint ótrúlegt.
Á meðan sallaði ÍBV inn mörkum og þær komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum á 51.mínútu. Fór að lokum svo að sigur Eyjakvenna var nokkuð öruggur sex marka sigur, 18-24.
Arna Sif Pálsdóttir og Ester Óskarsdóttir gerðu 8 mörk hvor fyrir ÍBV en Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var atkvæðamest heimakvenna með 6 mörk.
Ótrúlegur viðsnúningur þegar ÍBV lagði Selfoss
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
