Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 18:04 Ef marka má frásögn Gunnars Braga féll hann í óminni áður en hann hafði uppi óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á Klaustri. Hann hafi í kjölfarið týnt fötunum sínum og verið í minnisleysi í einn og hálfan sólahring. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56