Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 20:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“ KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“
KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31