Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 15:15 Jón Rúnar Halldórsson er formaður FH. mynd/skjáskot Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan. KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00