„Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í Inkasso-deildinni sumarið 2017. vísir/ernir Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30