Tæp 40 prósent íslenskra handboltamanna veðjuðu á leiki í eigin deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/bára Í nýrri BS-rannsókn háskólanemans Guðmundar Sigurðssonar sem hann gerði fyrir sálfræðideild Háskóla Íslands kemur fram að handboltafólk stundar veðmál ansi grimmt og stór hluti veðjar á leiki í eigin deild.Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í dag en Guðmundur fékk svör frá 38 prósent leikmanna úr félagsliðum sem spiluðu Íslandsmótið 2017-2018. Alls tóku 309 leikmenn leikmenn þátt í könnuninni, flestir á aldursbilinu 18-20 ára. Tæplega 47 prósent aðspurðra sögðust hafa tekið þátt í peningaspilum síðastliðna tólf mánuði og þá spiluðu átta prósent þeirra vikulega eða oftar. Það stóra í rannsókninni er að 38 prósent þeirra sem stunda veðmál viðurkenndu að hafa veðjað leiki í eigin deild og ríflega tíu prósent veðjuðu á eigin leiki en bæði er vitaskuld stranglega bannað samkvæmt reglum handknattleikssambandsins. „Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin. Það er alveg ljóst að ef fram heldur sem horfir gæti þetta orðið vandamál hér, í formi hagræðingar úrslita og fleira. Það er í lögunum okkar að leikmönnum er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í kringum sína leiki. Við erum að skoða með hvaða hætti er hægt að útvíkka það,“ segir Róbert Geir Gíslason, formaður HSÍ, við Morgunblaðið. Fram kemur í rannsókn Guðmundar að veðmálaspilun handboltafólks er minni en í sambærilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á fótbolta en að sama skapi hafi aðgengi að veðmálum í handbolta stóraukist á meðan að rannsóknin var gerð. Bent er á að 56 prósent þátttakenda í rannsókninni vissu ekki hvort ákvæði væri í samningi þeirra sme bannaði þeim að taka þátt í veðmálum sem tengdust handbolta. Íslenski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Í nýrri BS-rannsókn háskólanemans Guðmundar Sigurðssonar sem hann gerði fyrir sálfræðideild Háskóla Íslands kemur fram að handboltafólk stundar veðmál ansi grimmt og stór hluti veðjar á leiki í eigin deild.Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í dag en Guðmundur fékk svör frá 38 prósent leikmanna úr félagsliðum sem spiluðu Íslandsmótið 2017-2018. Alls tóku 309 leikmenn leikmenn þátt í könnuninni, flestir á aldursbilinu 18-20 ára. Tæplega 47 prósent aðspurðra sögðust hafa tekið þátt í peningaspilum síðastliðna tólf mánuði og þá spiluðu átta prósent þeirra vikulega eða oftar. Það stóra í rannsókninni er að 38 prósent þeirra sem stunda veðmál viðurkenndu að hafa veðjað leiki í eigin deild og ríflega tíu prósent veðjuðu á eigin leiki en bæði er vitaskuld stranglega bannað samkvæmt reglum handknattleikssambandsins. „Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin. Það er alveg ljóst að ef fram heldur sem horfir gæti þetta orðið vandamál hér, í formi hagræðingar úrslita og fleira. Það er í lögunum okkar að leikmönnum er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í kringum sína leiki. Við erum að skoða með hvaða hætti er hægt að útvíkka það,“ segir Róbert Geir Gíslason, formaður HSÍ, við Morgunblaðið. Fram kemur í rannsókn Guðmundar að veðmálaspilun handboltafólks er minni en í sambærilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á fótbolta en að sama skapi hafi aðgengi að veðmálum í handbolta stóraukist á meðan að rannsóknin var gerð. Bent er á að 56 prósent þátttakenda í rannsókninni vissu ekki hvort ákvæði væri í samningi þeirra sme bannaði þeim að taka þátt í veðmálum sem tengdust handbolta.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira