Handbolti

Nýliðarnir auðveld bráð fyrir Íslandsmeistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður var öflug í kvöld.
Ragnheiður var öflug í kvöld. vísir/bára
Fram minnkaði forskot Vals aftur niður í tvö stig er liðið vann stórsigur á HK, 31-20, í Safamýrinni í kvöld.

Sigur Framara var í raun aldrei í hættu. Þær tóku forystuna í upp hafi leiksins og voru níu mörkum yfir í hálfleik, 18-9. Sigurinn aldrei í hættu eftir það og munurinn endaði í ellefu mörkum.

Fram er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals er fimmtán umferðir eru búnar en HK er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk en þær Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir gerðu sex hvor.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst hjá HK með sjö mörk en Berglind Þorsteinsdóttir gerði fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×