Stjörnumaðurinn Aron Dagur Pálsson er í sænskum fjölmiðlum sagður vera á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins Alingsås.
Norðmaðurinn Mishels Liaba er á förum frá Alingsås í sumar og hermt er að félagið sé þegar búið að semja við Aron Dag um að leysa hann af hólmi.
Aron Dagur er búinn að skora 70 mörk fyrir Stjörnuna í 15 leikjum í vetur og gefa þess utan 56 stoðsendingar. Hann kom til félagsins frá Gróttu.
Alingsås er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Aron Dagur sagður vera á leið til Svíþjóðar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Fleiri fréttir
