Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Karl Lúðvíksson skrifar 18. febrúar 2019 08:50 Íslenska fluguveiðiakademían fer vel af stað og nú þegar eru nemendur Akademíunnar orðnir vel á annað hundrað. „Já þetta hefur verið virkilega spennandi vetur hjá okkur“ sagði Gunnar Örn Petersen hjá Fish Partner í samtali við Veiðivísi. Fish Partner stofnaði Akademíuna á haustmánuðum og var framboð námskeiða strax hið glæsilegasta. „Þetta hefur verið fjölbreytt, en nú þegar höfum við haldið fluguhnýtingarnámskeið sem uppselt var á og í næstu viku verður einnig húsfyllir þegar um tuttugu manns ætla að læra að smíða stangir hjá Gunnari Ólafssyni“ sagði Gunnar. „Þá hafa FFI viðurkenndir kennarar Akademíunnar kennt tugum byrjenda að kasta flugu“ bætti Gunnar við. En hverju þakkið þið þessar frábæru viðtökur? „Það er augljóslega eftirspurn eftir fræðslu og það var vöntun á veiðitengdum námskeiðum. Við vorum líka með skemmtilegt og fjölbreytt framboð og eitthvað fyrir alla“ sagði Gunnar. „Svo má vera að fjöldi nemenda aukist verulega það sem eftir er vetrar því við erum að bjóða hópum ýmiss konar sérsniðin námskeið og fræðslu. Þetta eru t.d. veiðiklúbbar innan fyrirtækja og við tökum að okkur kastnámskeið, veiðinámskeið, fluguhnýtingarnámskeið og fleira fyrir þessa hópa.“ bætti Gunnar við. En er eitthvað laust það sem eftir er vetrar? „Já það er enn hægt að komast á kastnámskeið hjá okkur og svo er mjög spennandi fyrirlestur í næsta mánuði með Nils Folmer Jorgensen þar sem hann ætlar að opinbera leyndarmálið um það hvernig veiðimenn eiga að setja í þann stóra.“ Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Íslenska fluguveiðiakademían fer vel af stað og nú þegar eru nemendur Akademíunnar orðnir vel á annað hundrað. „Já þetta hefur verið virkilega spennandi vetur hjá okkur“ sagði Gunnar Örn Petersen hjá Fish Partner í samtali við Veiðivísi. Fish Partner stofnaði Akademíuna á haustmánuðum og var framboð námskeiða strax hið glæsilegasta. „Þetta hefur verið fjölbreytt, en nú þegar höfum við haldið fluguhnýtingarnámskeið sem uppselt var á og í næstu viku verður einnig húsfyllir þegar um tuttugu manns ætla að læra að smíða stangir hjá Gunnari Ólafssyni“ sagði Gunnar. „Þá hafa FFI viðurkenndir kennarar Akademíunnar kennt tugum byrjenda að kasta flugu“ bætti Gunnar við. En hverju þakkið þið þessar frábæru viðtökur? „Það er augljóslega eftirspurn eftir fræðslu og það var vöntun á veiðitengdum námskeiðum. Við vorum líka með skemmtilegt og fjölbreytt framboð og eitthvað fyrir alla“ sagði Gunnar. „Svo má vera að fjöldi nemenda aukist verulega það sem eftir er vetrar því við erum að bjóða hópum ýmiss konar sérsniðin námskeið og fræðslu. Þetta eru t.d. veiðiklúbbar innan fyrirtækja og við tökum að okkur kastnámskeið, veiðinámskeið, fluguhnýtingarnámskeið og fleira fyrir þessa hópa.“ bætti Gunnar við. En er eitthvað laust það sem eftir er vetrar? „Já það er enn hægt að komast á kastnámskeið hjá okkur og svo er mjög spennandi fyrirlestur í næsta mánuði með Nils Folmer Jorgensen þar sem hann ætlar að opinbera leyndarmálið um það hvernig veiðimenn eiga að setja í þann stóra.“
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði