Alexander Helgi fór ungur að árum í atvinnumennsku en hann átti í þrálátum meiðslum á tímabili sem urðu til þess að hann kom aftur heim.
Alexander hefur leikið 23 mótsleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim þrjú mörk. Eitt þeirra var sigurmark gegn KR í Pepsi-deildinni í fyrra. Þá á hann að baki landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Alexander Helgi framlengir við Blika
— Blikar.is (@blikar_is) February 16, 2019
Alexander Helgi á að baki 23 mótsleiki með meistaraflokki og hefur skorað 3 mörk. Það var hið eftirminnilega sigurmark sem hann setti gegn KR á Kópavogsvelli síðasta sumar. Meira> https://t.co/lyUisg1MP4 pic.twitter.com/Hi1HcWJcNc