Mæti fullur sjálfstrausts í öll mót þessa dagana Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. febrúar 2019 11:00 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Getty/Tony Marshall Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“ Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira