Sjáðu ótrúlegt jöfnunarmark Vals á móti Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Valur missteig sig í toppbaráttu Olís-deildar kvenna í gærkvöldi þegar að liðið gerði jafntefli, 23-23, á móti Stjörnunni á heimavelli. Minnstu munaði að Stjarnan skellti toppliðinu í Origo-höllinni en Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði 23. mark gestanna þegar að um 20 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og fór Valur í lokasóknina þegar að sextán sekúndur voru eftir af leiknum og þurftu Valskonur að skora til að ná í stig. Eftir fínt spil kom Sandra Erlinsdóttir boltanum út í horn á Írisi Ástu Pétursdóttur sem fór inn úr þröngu færi með Stefaníu Theodórsdóttur fyrir framan sig en Íris náði að skora framhjá Hildi Öder Einarsdóttur í marki Stjörnunnar. Íris hefði nú líklega fengið víti ef Hildur hefði varið en boltinn í netinu og ekki nægur tími fyrir Stjörnuna til að komast aftur í sókn. Valur er áfram á toppnum með 26 stig, stigi á undan Íslands- og bikarmeisturum Fram, þegar fimm umferðir eru eftir en Valur og Fram mætast í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Stjarnan er nú með ellefu stig í sjötta sæti, fjórum stigum á undan HK og náði með stiginu að öllum líkindum endanlega að bjarga sér frá sæti í umspilinu. Markið magnaða hjá Írisi Ástu má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45 Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Valur missteig sig í toppbaráttu Olís-deildar kvenna í gærkvöldi þegar að liðið gerði jafntefli, 23-23, á móti Stjörnunni á heimavelli. Minnstu munaði að Stjarnan skellti toppliðinu í Origo-höllinni en Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði 23. mark gestanna þegar að um 20 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og fór Valur í lokasóknina þegar að sextán sekúndur voru eftir af leiknum og þurftu Valskonur að skora til að ná í stig. Eftir fínt spil kom Sandra Erlinsdóttir boltanum út í horn á Írisi Ástu Pétursdóttur sem fór inn úr þröngu færi með Stefaníu Theodórsdóttur fyrir framan sig en Íris náði að skora framhjá Hildi Öder Einarsdóttur í marki Stjörnunnar. Íris hefði nú líklega fengið víti ef Hildur hefði varið en boltinn í netinu og ekki nægur tími fyrir Stjörnuna til að komast aftur í sókn. Valur er áfram á toppnum með 26 stig, stigi á undan Íslands- og bikarmeisturum Fram, þegar fimm umferðir eru eftir en Valur og Fram mætast í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Stjarnan er nú með ellefu stig í sjötta sæti, fjórum stigum á undan HK og náði með stiginu að öllum líkindum endanlega að bjarga sér frá sæti í umspilinu. Markið magnaða hjá Írisi Ástu má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45 Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45
Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12