Breiðablik gerði í dag nýjan samning við leikjahæsta leikmann félagsins í efstu deild frá upphafi, Andra Rafn Yeoman.
Miðjumaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Blika.
Andri Rafn er þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall leikjahæsti leikmaður í sögu Blika í efstu deild með 191 deildarleik. Hann á alls að baki 302 meistaraflokksleiki með Breiðabliki og hefur hann skorað 16 mörk í þeim.
Andri Rafn meiddist í lok síðasta tímabils, í bikarúrslitaleiknum við Stjörnuna, en í tilkynningu Blika í dag segir að hann sé kominn á gott skrið aftur og það styttist í að hann mæti aftur á völlinn.
Andri Rafn framlengdi við Blika
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
