Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Frosti Logason skrifar 11. febrúar 2019 22:03 Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan. Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Yfirleitt ekki verið að drepa samkynhneigða Harmageddon
Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan.
Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Yfirleitt ekki verið að drepa samkynhneigða Harmageddon