ÍA gerði sér lítið fyrir og burstaði Stjöruna í kvöld er liðin mættust í Lengjubikarnum. Lokatölur urðu 6-0 sigur Skagamanna sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni á komandi leiktíð.
Fyrsta markið skoraði Gonzalo Zamorano Leaon á fjórtándu mínútu leiksins og ÍA var komið í 2-0 eftir hálftíma leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði þá sjálfsmark.
Þriðja markið kom á 37. mínútu en Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði það og Skagamenn með góða forystu er liðin gengu til búningsherbergja.
Veisla Skagamanna hélt áfram í síðari hálfleik því á 64. mínútu skoraði Viktor Jónsson og á síðustu sex mínútunum bætti Gonzalo við tveimur mörkum. Lokatölur 6-0.
Ótrúlegar tölur í Kórnum í kvöld en Skagamenn eru því með sex stig í riðli eitt í Lengjubikarnum en Stjörnumenn þrjú.
Úrslit og markaskorarar eru frá úrslit.net.
Skagamenn niðurlægðu Stjörnuna
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
